Leiðbeiningar

Leiðbeiningar fyrir notkun á Nano4life vörum. 

 

Undirbúningur. 

Mikilvægt er að þrífa yfirborðið mjög vel.
Hvort sem við erum að tala um fatnað, hús, ökutæki eða annað. 

Ökutæki, gler, felgur, flísar og málmar.

Þrífið yfirborðið vel með hefðbundum hætti. 
Gott er að nota öflugann tjöruhreini og hann látinn liggja á til að ná bóni og glansmeðferðum af.
Næst skal sápuþvo yfirborðið vel en ekki nota sápur sem nota gljáa. 
Mikilvægt er að þurrka svo vel á eftir yfirborðið verður að vera algerlega þurrt áður en haldið er áfram. 

Því næst er notað PreClean.
PreClean er Ethanol efni sem tekur af allar leifar af sápu og tjöruhreinsum og öðrum efnum í burtu. 
Það má taka t.d. allann bílinn í einu. Gott er að nota góðann klút og nota hringlaga hreyfingar.
(Fyrir ökutæki með plastfilmur s.s. auglýsingarfilmur er nauðsynlegt að gera prufu á lítið áberandi stað
þar sem en eru filmur í notkun sem ekki þola ethanol)  

Næst eru notuð efnin. 

Hvort sem þú ert að nota á ökutæki, gler eða felgur þá úðar þú efninu í ca 15cm fjarlægð frá yfirborðinu. 
Því næst vinnur þú efnið í 30x30cm flöt og vinnur úr efninu. Það þarf ekki mikið af efninu og gott er að 
nota hringlaga hreyfingar. 

Nauðsynlegt er þegar þessu skrefi er lokið að fara yfir yfirborðið með hreinum klút til þess að fá fram glans 
og til að vera viss um að ekkert hefur gleymst. 

Ef það hefur gleymst svæði þá er ekkert mál að úða aftur á þann stað og vinna efnið eins og var talað um hér á undan. 
Ef þú tekur eftir blett sem gleymst hefur einhverjum dögum eftir að þá er nauðsynlegt að fara í gegnum öll skrefin.

Virkni er komin á efnið eftir ca klukkutíma en full virkni eftir 24 tíma. 

Koma upp spurningar má hafa samband við okkur í síma 896-4050 eða senda okkur póst á kristvin@nano4life.co 


Fatnaður, bílstólar og önnur yfirborð. 

Undirbúningur. 

Nauðsynlegt er að þrífa efnið eins vel og hægt er og passa að enginn blettur sé á yfirborðinu. 
Yfirborðið verður að vera algerlega þurrt áður en efninu er úðað á. 

Hvort sem þú ert að nota Textile eða Premium Textile þá er efninu næst úðað yfir í ca 15cm fjarlægð. 

Úða skal yfirborðið þannig að það verður rakt. Áður en efnið þornar algerlega þá er nauðsynlegt að fara aðra umferð. 
Virkni er komin á eftir klukkutíma en full virkni er komin á eftir 24 tíma. 

Timbur og steinsteypa. 

Undirbúningur. 

Þrífa þarf yfirborðið vel og fá það þurrt. 
Næst er efninu úðað, penslað eða sprautað á.
Næstu umferð þarf að fara áður en fyrri umferð þornar. 

Ef það koma upp fleiri spurningar þá má alltaf hafa samband við okkur. 

Kristvin 896-4050